Uppfærsla þann 25.10.2016

Allir Joomla 3 vefir borgarinnar hafa nú verið uppfærðir í útgáfu 3.6.4 en um er að ræða öryggisuppfærslu sem tekur meðal annars á galla í kjarna kerfisins sem gerði innskráðum notendum kleift (með talsverðu hakki) að hækka sinn eigin aðgang upp í stjórnendaaðgang og hafa þannig kost á að fikta í hlutum sem þau áttu ekkert að hafa aðgang að. Þetta hefur hér með verið lagfært og viljum við hvetja alla þá sem ekki hafa þegar uppfært sína vefi að gera það hið allra fyrsta.

Uppfærsla þann 19.10.2016

Nú hafa Joomla vefir borgarinnar verið uppfærðir upp í útgáfu 3.6.3. Þessari útgáfu fylgja breytingar á JavaScript höndlun sem geta valdið því að notendur sjá ekki greinaritil þegar verið er að vinna með efni. Lausnin á því vandamáli er í raun einföld þar sem vandamálið er að eldri JavaScript höndlunin liggur í flýtiminni vefs eða vafra.

Byrjað er á að tæma flýtiminni vafrans með því að halda niðri [Ctrl] takkanum og smella á [F5] takkann á lyklaborðinu (í sumum tölvum er um að ræða [Ctrl] og [R]). Þessi aðgerð endurhleður vefnum og tæmir flýtiminni. Þetta ætti að vera nóg í flestum tilfellum. Ef þetta leysir ekki vandann þarf að innskrá sig á stjórneiningu vefjarins og fara í [System > Clear Cache] en þar er nóg að smella á [Delete All] takkann. Næst er smellt á [Clear Expired Cache] í vinstri valmyndinni og smellt á [Clear Expired Cache] takkann þar inni.

  • 1
  • 2