Ný hýsing - betri tímar

Nú höfum við tekið nýja hýsingarþjóna í notkun og þeir vefir sem voru að lenda í vandræðum eftir uppfærslur hafa verið fluttir á þessa nýju þjóna. Unnið er að því að flytja þá 96 vefi sem eru enn á gömlum þjónum hjá okkur yfir á nýju hýsinguna en þetta tekur allt sinn tíma.

 

Annað sem hefur komið í ljós er að yfirfærsla yfir á nýjan þjón hefur 'óæskileg áhrif' á upplýsingaskjái. Við vitum hvað er að og erum að vinna í að laga það. Málið er að þegar skjáhugbúnaðurinn var skrifaður (2012) var reglan að nota mysql_query köll í PHP til að sækja gögn úr gagnagrunni. Til að herða öryggi hefur þessum kóða verið breytt til og með PHP 7 og þar sem vefirnir eru komnir á þjón sem er vel uppfærður brotnaði upplýsingaskjálausnin. Því þarf að fara inn á hvern skjá fyrir sig og endurskrifa gagnagrunnsköll og þá höndlun sem fylgir þeim.

Endilega látið okkur vita ef eitthvað fleira er að gefa sig á vefjunum. Við gætum í einhverjum tilfellum verið að nota gamlar lausnir sem ekki þola þessa uppfærslu og þá þurfum við að bregðast við því.