Vefir liggja niðri vegna galla í uppfærslu!

Í morgun lentum við í því að uppfærsla sem var keyrð inn á grunn- og leikskólavefi lenti í alvarlegum árekstri við þann hugbúnað sem er settur upp á þjónunum hjá okkur með þeim afleiðingum að 24 vefir eru algerlega dottnir út. Unnið er að viðgerð en þeir aðilar sem bjuggu til uppfærsluna eru að skoða málið með okkur.