Tiltekt á vefþjónum!

Nú stendur yfir tiltekt á vefþjónum grunn- og leikskóla, þar sem við erum að fara að færa okkur yfir á nýja þjóna og því viljum við flytja sem minnst af óþarfa gögnum með okkur. Af þeim sökum verður öllum eldri vefjum þeirra skóla sem þegar hafa fengið nýja vefi, pakkað niður í kassa og þeir teknir úr birtingu. Hægt verður að fá gögn af vefjunum afhent í þjappaðri skrá ef þess er óskað.

Stefnt er á að allir 123 Joomla vefirnir okkar verði komnir yfir á nýja þjóna og upp í Joomla 3 eða nýrra kerfi fyrir lok sumars.