Vegna póstsendinga af vefjum skólanna

Eftir flutning skóla yfir í Office 365 póst hefur borið talsvert á að póstsendingar af vefjum skólanna eru ekki að berast. Unnið er að lausn vandamálsins en þar sem lausnin felst í breytingum sem þarf að gera á hverju einasta eyðublaði á vefjum skólanna er um tímafreka aðgerð að ræða.


Um leið og við þökkum þolinmæðina viljum við benda á að ef póstur er ekki að berast til skólanna af heimasíðu skólans, hvort sem um er að ræða almennan póst, forfallatilkynningar eða annað, er rétta leiðin til að koma skilaboðum til okkar að senda okkur beiðni (við erum búin að sannreyna að þetta eyðublað virkar).