Uppfærsla á ritli - 28.11.2016

Nú er komin út ný útgáfa af Joomla Content Editor (JCE) sem er greinaritillinn sem við höfum notað á alla Joomla vefi borgarinnar. Þessi uppfærsla boðar talsverðar breytingar á aðgengi að frumkóða á bak við greinar og sértækar viðbætur. Ef þú ert í vandræðum með ritilinn eftir uppfærslu. Lestu þá áfram.

Útlitslega breytist fátt, en meðal þeirra breytinga sem verða eftir uppfærslu má nefna að vefstjórar hafa aðgengi að myndritli í gegn um 'JCE File Browser' beint í gegn um stjórnborð vefjarins, en sú virkni var aðeins aðgengileg í gegn um 'Image Manager Extended' áður.

Ef ritillinn er ekki að birtast eða birtist eitthvað furðulega eftir uppfærsluna þá er það vegna þess að það er verið að skipta út JavaScript virkni á bak við ritilinn. Í þessu tilfelli þarf að hreinsa flýtiminni vefjarins:

  • Smelltu á 'System'
  • Smelltu á 'Clear Cache'
  • Smelltu á 'Delete All' hnappinn. ATH það þarf ekki að velja neitt í listanum, bara að smella á hnappinn.
  • Veldu 'Clear Expired Cache' úr vinstri valmyndinni
  • Smelltu á 'Clear Expired Cache' hnappinn sem er efst. 
  • Útskráðu þig af kerfinu
  • Smelltu á 'CTRL + F5' eða 'CTRL + R' til að endurhlaða vefnum og hreinsa flýtiminni vafrans
  • Innskráðu þig aftur og þá ætti allt að vera í lagi.