Uppfærsla þann 25.10.2016

Allir Joomla 3 vefir borgarinnar hafa nú verið uppfærðir í útgáfu 3.6.4 en um er að ræða öryggisuppfærslu sem tekur meðal annars á galla í kjarna kerfisins sem gerði innskráðum notendum kleift (með talsverðu hakki) að hækka sinn eigin aðgang upp í stjórnendaaðgang og hafa þannig kost á að fikta í hlutum sem þau áttu ekkert að hafa aðgang að. Þetta hefur hér með verið lagfært og viljum við hvetja alla þá sem ekki hafa þegar uppfært sína vefi að gera það hið allra fyrsta.