Uppfærsla þann 19.10.2016

Nú hafa Joomla vefir borgarinnar verið uppfærðir upp í útgáfu 3.6.3. Þessari útgáfu fylgja breytingar á JavaScript höndlun sem geta valdið því að notendur sjá ekki greinaritil þegar verið er að vinna með efni. Lausnin á því vandamáli er í raun einföld þar sem vandamálið er að eldri JavaScript höndlunin liggur í flýtiminni vefs eða vafra.

Byrjað er á að tæma flýtiminni vafrans með því að halda niðri [Ctrl] takkanum og smella á [F5] takkann á lyklaborðinu (í sumum tölvum er um að ræða [Ctrl] og [R]). Þessi aðgerð endurhleður vefnum og tæmir flýtiminni. Þetta ætti að vera nóg í flestum tilfellum. Ef þetta leysir ekki vandann þarf að innskrá sig á stjórneiningu vefjarins og fara í [System > Clear Cache] en þar er nóg að smella á [Delete All] takkann. Næst er smellt á [Clear Expired Cache] í vinstri valmyndinni og smellt á [Clear Expired Cache] takkann þar inni.