Frí Joomla 3 námskeið fyrir byrjendur og lengra komna
Nú er hægt að taka veflæg námskeið í Joomla 3 á vef Joomla samfélagsins (https://community.joomla.org). Námskeiðin eru sett upp á mjög skemmtilegan og þægilegan máta og viljum við ráðleggja öllum þeim sem hafa áhuga og þörf fyrir að dýpka skilning sinn á kerfinu, notkun þess og virkni að taka þau námskeið sem við á.
Nýtt útlit á nýja útgáfu af leikskólavefjum
Nú er komið að uppfærslum á um 20 leikskólavefjum og af því tilefni er tilvalið að skipta út gamla útlitinu fyrir nýtt sem er spjaldtækjavænna og hentar betur.
Meðfylgjandi mynd er tekin af vefsíðu leikskólans engjaborgar fyrir og eftir breytingu, en hafa ber í huga að bakgrunn og 'banner' vefjarins er hægt að breyta sé þess óskað.
Bilun í matseðli
Eftir uppfærslur á vefkerfinu eru stillingar á bak við UTD matseðilinn í stjórneiningu vefjarins óaðgengilegar. Málið er komið í hendurnar á forritara til að reyna að finna út úr þessu og laga. Vinsamlegast sýnið biðlund þar til málið er leyst.
UTD Myndbönd
Nú höfum við tekið saman nokkur myndbönd sem leiðbeina notandanum með helstu aðgerðir á Joomla vefjum grunn- og leikskóla borgarinnar.
Varðandi upplýsingaskjái grunn- og leikskóla
Eins og glöggir hafa tekið eftir stendur yfir flutningur þeirra 120 Joomla vefja sem reknir eru af Reykjavíkurborg yfir á nýja hýsingarþjóna.
Ný hýsing - betri tímar
Nú höfum við tekið nýja hýsingarþjóna í notkun og þeir vefir sem voru að lenda í vandræðum eftir uppfærslur hafa verið fluttir á þessa nýju þjóna. Unnið er að því að flytja þá 96 vefi sem eru enn á gömlum þjónum hjá okkur yfir á nýju hýsinguna en þetta tekur allt sinn tíma.